torsdag den 22. oktober 2020

Artikel på Islands lærerforenings side

 Se hele artikel her:

https://www.ki.is/um-ki/utgafa/frettir-og-pistlar/skolavardan/2020/nordplus/#


Verkefni sem hlaut styrk

Verkefni sem hafa hlotið styrk úr Nordplus eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Eitt þeirra sem hefur hlotið viðurkenningu og eftirtekt er Atlantbib.org. Það er skólaverkefni með þátttakendum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Lettlandi, Litháen og Suður-Slésvík sem og samísku svæðunum í Skandinavíu. Verkefnið hófst árið 2015 með stuðningi frá tungumálahluta Nordplus, Nordplus Språk.

Verkefnið er bókaverkefni þar sem nemendur og kennarar skrifa ókeypis fagbækur til afnota í öllum skólum. Bækurnar eru rafbækur með áherslu á það sem er ólíkt og líkt á Norðurlöndunum og baltísku löndunum í sambandi við sögu, landafræði, tungumál og menningu. Nemendur taka þátt í að rannsaka, skrifa, þýða og talsetja bækurnar áður en þær eru gefnar út. Verkefnið er opið öllum, svo allir skólar geta skrifað og þýtt bækur. Endilega skoðið heimasíðu verkefnisins og jafnvel nýtið ykkur það.